Áfram stelpur

BPW er alþjóðlegur félagsskapur og vinnur að því að þjálfa konur í leiðtogastarfi, vera brautryðjendur og vinna að jafnrétti.

BPW klúbburinn Reykjavík

BPW klúbburinn Reykjavík var stofnaður í ágúst 1979. Fyrsti forseti BPW klúbbsins á Íslandi var Margrét Sölvadóttir. 

Við stuðlum að markmiðunum með starfi í okkar félagi og alþjóðastarfi  með því að sækja ráðstefnur og fundi og förum á fyrirlestra til að næra okkur og fræða, styðjum og eflum hvor aðra. 

Jafnlaunadagurinn kemur upphaflega frá  BPW „ the EQUAL PAY DAY“ og hefur  verið haldinn  í mörgum Evrópulöndum

Við höldum upp á kvennafrídaginn ásamt því að vera með kertaljósafund í febrúar ár hvert til að minnast félagskvenna og þeirra baráttu um heim allan. 

Við eigum fulltrúa úr okkar hópi,  BPW klúbbnum Reykjavík í stjórn BPW Europe, finance officer í European Coordination.

Það er margt sem klúbburinn hefur gert umfram eflingu kvenna, meðal annars hefur  BPW klúbburinn Reykjavík styrkt stríðshrjáðar konur í Sarajevo árið 1999 . Evrópusamtökin hafa byggt heimavistaskóla fyrir heimilslausar ungar stúlkur í Moldavíu, einnig barnaskóla og sjúkrahús í Mexico, unnið gegn ofbeldi og síðan hafa BPW klúbbar víða í Evrópu  hjálpað til í Covid 19 faraldrinum.  

Evrópusamtök BPW

Evrópusamtökin eru í mjög nánu samstarfi við UN Women og mörg alþjóðleg kvenna samtök.

Við héldum Evrópuráðstefnu BPW hér á Íslandi árið 1997, fjölmennustu kvennaráðstefnu á þeim tíma og héldum aðra glæsilega ráðstefnu í maí 2022 sem var mjög vel heppnuð. 

Við höfum sótt ráðstefnur víðsvegar um heiminn og má þar nefna Mexico,  Stokkhólm, Róm, Sorrento, Helsinki, Zürich, Kario, Calwen Írland og fl. ásamt ráðstefnunni hér heima á Íslandi.   

Við eflum okkur með framtakskynningu á fundum og þar heyrum við  hvað hefur á daga okkar drifið og þau markmið sem við setjum okkur bæði í leik og starfi.

Á fundina fáum við góða fyrirlesara  bæði karla og konur sem eru með fræðandi og skemmtileg erindi og oft er erindið um það sem brennur mest á  í þjóðfélaginu.

Kvennasögusafn Íslands
Bandalag kvenna í Reykjavík
European Women's Lobby
UN women
BPW Europe
BPW Europe

1930

BPW international stofnað

Árið 1930 voru alþjóðasamtök BPW stofnuð. Alþjóðasamtökin nefnast International Federation of Business and Professional Women – IFBPW.

Mynd: BPW International

1970

Fyrsti kvenráðherra Íslands
Fyrsti kvenráðherra, Auður Auðuns dóms- og kirkjumálaráðherra.
Mynd: Alþingi

1975

Kvennafrídagurinn

Kvennafrídagurinn en þá lögðu íslenskar konur niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október.

Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

1979

BPW klúbburinn Reykjavík var stofnaður í ágúst 1979
BPW klúbburinn Reykjavík var stofnaður í ágúst 1979. Fyrsti forseti BPW klúbbsins á Íslandi var Margrét Sölvadóttir.
Mynd: Tímarit.is

1980

Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti Íslands fyrst íslenskra kvenna. Hún var auk þess fyrsta konan í heiminum sem var lýðræðislega kjörin í embætti forseta.
Mynd: Alþingi

1997

Evrópuráðstefna BPW haldin hér á Íslandi árið 1997
BPW klúbburinn Reykjavík hélt Evrópuráðstefnu BPW hér á Íslandi árið 1997 , fjölmennustu kvennaráðstefnu á þeim tíma.
Mynd: Tímarit.is

2022

Evrópuráðstefna BPW verður hér á Íslandi 27. - 29. maí 2022
Skoða nánar
  • 01
    1930
  • 02
    1970
  • 03
    1975
  • 04
    1979
  • 05
    1980
  • 06
    1997
  • 07
    2022

BPW klúbburinn Reykjavík

© 2021 - 2023 Allur réttur áskilinn

bpw-2022_500white.png